Oddleifur G Oddleifsson

ID: 17101
Born west
Date of birth : 1887
Date of death : 1953

Oddleifur Gestsson fæddist í Haga í Geysisbyggð í Manitoba 19. janúar, 1887. Dáinn 14. apríl, 1953. Oddleifsson vestra.

Maki: 17. maí, 1919 Sigrún Guðmundsdóttir f. í Garði í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 5. ágúst, 1895.

Börn: 1. William Norman f.19. júní, 1920 2. Olive Sigrún f. 19. mars, 1922 3. Agnes Emily f. 2. desember, 1923 4. Sigurborg Esther f. 19. janúar, 1928.

Oddleifur var sonur Gests Oddleifssonar og Þóreyjar Stefánsdóttur landnema í Haga í Fljótsbyggð Oddleifur ólst þar upp og vann í fyrstu í Arborg. Fór þaðan vestur til Regina þar sem hann var vélstjóri járnbrautar ein sjö ár.  Hann kvæntist Sigrúnu og bjuggu þau fyrst í Regina en fluttusvo í sveitnærri Arborg í Nýja Íslandi. Bjuggu þar svo eftirleiðis. Foreldrar Sigrúnar voru Guðmundur Marteinsson og Kristínar Gunnlaugsdóttur er fluttu vestur úr Breiðdal í N. Múlasýslu árið 1878.