ID: 17541
Date of birth : 1894

Ingibjörg Jónsdóttir Mynd VÍÆ II
Ingibjörg Jónsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 9. október, 1894. Kölluð Emma vestra og skrifaði sig Hannesson.
Ógift og barnlaus
Ingibjörg var dóttir Jóns Hannessonar og Sigurbjörgu Frímannsdóttur. Hún fór vestur með móður sinni og systur árið 1900. Þær fóru til Gimli í Nýja Íslandi þar sem Ingibjörg gekk í alþýðuskóla í nokkur ár. Að námi loknu vann hún við matreiðslu í Winnipeg um tíma en flutti síðan vestur að Kyrrahafi. Bjó í Vancouver og vann við matreiðslu á veitingastað. Hún tók þátt í starfi Sólskins, íslenska kvenfélagsins í borginni.
