Steinunn B Nordal

ID: 18513
Born west
Date of birth : 1895

Steinunn Bergljót Nordal Mynd VÍÆ III

Steinunn Bergljót Nordal fæddist í Glenboro í Manitoba 2. febrúar, 1895.

Maki: 16. febrúar, 1913  Óskar Ásgeir Gíslason f. í S. Þingeyjarsýslu 3. október, 1881.

Börn: 1. Hrefna f. 4. janúar, 1914 2. Conrad f. 15. júní, 1915 3. Olga f. 19. febrúar, 1917 4. Oscar Sigurður f. 9. júlí, 1918 5. Victor f. 1. apríl, 1920 6. Lena f. 22. janúar, 1922 7. Lárus f. 18. júní, 1925 8. Olive Kristbjörg f. 8. ágúst, 1928 9. Thorsteinn Bennett f. 30. júlí, 1930. Öll fædd í Leslie í Saskatchewan.

Óskar fór til Manitoba í Kanada árið 1901 þar sem hann vann fyrstu árin við fiskveiðar á veturna en vöruflutninga á skipum á sumrin. Árið 1913 keypti hann land nærri Leslie í Saskatchewan og hóf búskap. Frá byrjun tók hann virkan þátt í samfélagsmálum, formaður símafélagsins, ritari hveitisamlagsins og sat í sveitastjórn í ein 20 ár. Hann skrifaði mikið um samfélagsmál og birtust greinar eftir hann bæði í Lögbergi og Heimskringlu en einnig í kanadískum blöðum og tímaritum.