ID: 3071

Guðrún og tveir synir Helga, William og John. Mynd Helgi Einarsson, A Manitoba Fisherman

Heimili Guðrúnar í Narrows Mynd Helgi Einarsson, A Manitoba Fisherman 1929-1930
Guðrún Helgadóttir fæddist í Mýrasýslu árið 1841, d. 7. september, 1934 í Narrows í Manitoba.
Maki: Einar Kristjánsson f. í Mýrasýslu árið 1838, d. í Manitoba árið 1907
Börn: 1. Helgi f. 28. ágúst, 1870, d. í Manitoba árið 1961 2. Kristján f. 1873 3. Katrín f. 1876.
Þau fluttu vestur um haf árið 1887 og fóru til Winnipeg í Manitoba. Þaðan lá leiðin norður í Lundarbyggð en fluttu svo þaðan árið 1889 norður í Siglunesbyggð. Þar tók Einar að sér að annast fiskflutninga suður til Bandaríkjanna. Að manni sínum látnum bjó Guðrún í Narrows, nærri syni sínum, Helga.
