Oddfríður Þórðardóttir

ID: 3106
Date of birth : 1870
Date of death : 1945

Oddfríður Þuríður Þórðardóttir fæddist 23. október, 1870 í Mýrasýslu. Dáin í Manitoba 31. maí, 1945.

Maki: 6. október, 1893 Einar Þorkelsson f. í Eyjafjarðarsýslu 26. júlí, 1866. Einar Johnson vestra.

Börn: 1. Stefán Þorkell f. 1894, d í Winnipeg 1943 2. Bergþór Emil f. 1896 3. Sigurbjörg Lilja 4. Dýrfinna Klara f. 3. október, 1904, d. mánaðargömul 5. Kjartan Ingimundur f. 14. október, 1914. Oddfríður fór vestur með móður sinni, Bergþóru Bergþórsdóttur og stjúpföður, Sigurði Sigurðssyni árið 1887 og settust þau að í Mikley. Einar fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og vann þar í borg fyrstu árin. Fór til Nýja Íslands og stundaði flutninga. Einar og Oddfríður settust að í Lundarbyggð árið 1903 og bjuggu þar til ársins 1929, þá fluttu þau til Winnipeg.