ID: 3163
Date of birth : 1892

Jón Friðrik Jónsson Mynd VÍÆ I
Jón Friðrik Jónsson fæddist í Mýrasýslu 27. október, 1892.
Maki: 10. maí 1916 Ingiríður Ketilsdóttir f. 15. febrúar, 1896.
Börn: 1. Gordon Reginald f. 22. nóvember, 1928.
Jón fór vestur árið 1893 með foreldrum sínum Jóni Sigurðssyni og Guðríði Jónsdóttur. Hann bjó í Brandon í Manitoba árin 1893-1925, flutti þá vestur til Vancouver. Hann lagði húsgagnasmíði fyrir sig og eignaðist þar trésmíðaverksmiðju. Hann lét samfélagsmál í Vancouver sig varða, var t.a.m. forseti félags húsbyggjenda, og Mainland Millwork Association. Ingiríður var dóttir Ketils Sveinssonar og Pálínu Sigurðardóttur úr Biskupstungum.
