Þiðrik Eyvindsson

ID: 1032
Date of birth : 1857
Place of birth : Árnessýsla
Date of death : 1925

Þiðrik Eyvindsson fæddist 7. nóvember 1857 í Árnessýslu. Dáinn 7. febrúar, 1925 í Manitoba.

Maki: 12. júní, 1884 Guðrún Pétursdóttir var fædd 16. september, 1864 í sömu sýslu.

Börn: 1. Pétur f. 1885, d. 1886 2. Þorbjörn f. 1886, dó sama ár í Vesturheimi. 3. Halla 4. Einar 5. Eyvindur 6. Ingibjörg 7. Þiðrik 8. Margrét 9. Pétur 10. Ólafur 11. Kristófer 12. Hrefna 13. Kjartan

Þau  fluttu vestur 1886 til Winnipeg í Manitoba og áfram þaðan vestur. Þau námu land og hófu búskap í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Fluttu þaðan árið 1893 norður að vestanverðu Manitobavatni og settust að þar við norðvestan við vík er Sandy Bay kallast.  Þau fluttu 1896 á Big Point og námur þar land sem reyndist erfitt og fóru af því á annað sunnan við byggðina norður af Westbourne þorpi.

Á myndinni eru hjónin Þiðrik og Guðrún aftast, þá Halla, Einar, Eyvindur, Ingibjörg, þar fyrir framan Þiðrik, Margrét, Pétur og Ólafur en fremst eru Kristófer, Hrefna og Kjartan