Guðjón Jónsson

ID: 19250
Date of birth : 1853
Place of birth : N. Múlasýsla
Date of death : 1928

Guðjón Jónsson Mynd Well Connected

Guðjón Jónsson fæddist 30. september, 1853 að Torfastöðum í N. Múlasýslu. Dáinn 26. janúar, 1928 í Bellingham í Washington. John Johnson vestra.

Maki: Jakobína Sigurborg Sigfúsdóttir f. 1864 í N. Þingeyjarsýslu. Bena/Bina eða Nina Josephson vestra.

Börn: 1. Ásta Mae f. 1886 2. Einar f. 20. mars, 1889 3. Kristín (Christine) Sigríður f. 25. apríl, 1894.

Guðjón og Jakobína voru gefin saman í Minnesota árið 1885 og flytja til Watertown í S. Dakota sama ár. Þar búa þau árið 1900 en í manntali 1905 er Jakobína skráð til heimilis í Minneapolis með börnin. Trúlega hafa þau skilið fljótlega eftir aldamótin og Guðjón flutt vestur að Kyrrahafi því þar deyr hann.