Dagbjört Dagbjartsdóttir fæddist 18. október, 1862 í V. Skaftafellssýslu. Dáin 13. júní, 1941.
Maki: Helgi Þorsteinsson f. í V.Skaftafelssýslu 25. júlí, 1859, d. á Point Roberts í Washington 25. mars, 1945.
Börn: 1. Gróa f. 4. ágús, 1890 2. Guðrún f. 17. mars, 1895 3. Elsa f. 7. janúar, 1903 4. Jónas f. 3. mars, 1900 5. Gunnlaugur f. 9. október, 1907.
Helgi og Dagbjört fluttu vestur árið 1887 og fóru til Victoria á Vancouver-eyju. Þar voru þau til ársins 1894, þá fluttu þau á Point Roberts skagann í Washington og bjuggu þar alla tíð. Margrét J. Benediktsson skrifaði um Dagbjörtu í Almanakið 1925: ,,Dagbjört hefir verið skrifari í lestrarfélaginu í mörg ár og leyst það vel af hendi. Hún skrifar eina þá beztu rithönd, sem eg hefi séð hjá sjálfmenntaðri konu, því það er hún – mentuð og sjálfmentuð. Hún á stórt safn af íslenzkum bókum og fylgist einkar vel með bókmenntum þjóðar sinnar hér og heima., má það rart heita því nú sjást íslenzkar bækur óvíða, svo nokkru nemi, nema þar sem íslenzk lestrarfélög ery fyrir. “
