ID: 19423
Date of birth : 1890
Place of birth : Eyjafjarðarsýsla
Tómasína Ingibjörg Rannveig Guðmundsdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1890. Goodman vestra.
Maki: Snæbjörn Sigurgeirsson f. í S. Þingeyjarsýslu árið 1882.
Snæbjörn fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 með foreldrum sínum og systkinum. Þau settust að í Argylebyggð og þar ólst hann upp. Hann nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1910, það var í Kandahar/Dafoe byggð. Tómasína fór vestur með móður sinni, Maríu Kristjánsdóttur og systkinum eftir lát föður síns árið 1906. Þau fóru fyrst til Wynyard í Vatnabyggð í Saskatchewan en námu land seinna í Kandahar/Dafoe byggð.
