Jóhanna Björnsdóttir fæddist 3. nóvember, 1876 í Strandasýslu.
Maki: Rögnvaldur Sveinsson f. 16. júlí, 1879 í S. Þingeyjarsýslu. Valdi Swainson vestra.
Börn: 1. Sveinn 2. Þóra (Thora) 3. Solveig (Solla) 4. Björn (Barney) 5. Vera (Heiða).
Jóhanna fór vestur árið 1883 með foreldrum sínum, Birni Jósefssyni og Þóru Guðmundsdóttur. Þau settust fyrst að í N. Dakota en fluttu í Vatnabyggð árið 1905. Rögnvaldur fór vestur með sínum foreldrum, Sveini Kristjánssyni og Veróníku Þorkelsdóttur sama ár og Jóhanna. Þau settust að í Nýja Íslandi en fluttu seinna í Vatnabyggð í Saskatchewan. Jóhanna og Rögnvaldur bjuggu fyrst í Selkirk en þaðan lá svo leið þeirra árið 1905 í Vatnabyggð, þar sem þau námu land. Seldu seinna jörðina og fluttu til Saskatoon þar sem þau voru fáein ár áður en þau fóru vestur að Kyrrahafi og bjuggu eftir það í Vancouver.
