ID: 5286
Date of birth : 1868
Place of birth : Húnavatnssýsla
Date of death : 1916
Þorsteinn Jóhannsson fæddist 19. október, 1868 í Húnavatnssýslu. Dáinn 10. júní, 1916 í Nýja Íslandi.
Maki: Soffía Jónasdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 19. mars, 1876.
Börn: 1. Jóhann f. 12. október, 1899 2. Anna Kristín f. 12. nóvember, 1906 3. Haraldur f. 9.maí, 1909, drukknaði í Íslendingafljóti 21. ágúst, 1923 4. Sveinn f. 3. október, 1911 5. Edward Sigurjón f. 12. október, 1914 6. Þorsteinn f. 1917.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1901. Bjuggu þar í borg fyrstu árin en um 1914 keypti Þorsteinn land nærri Arborg og hóf búskap. Hann lést þar skömmu síðar og flutti Soffía þá til Riverton með börnin og bjó þar alla tíð. Síðustu ár sín var hún á Betel í Gimli.
