ID: 5867
Date of birth : 1864
Place of birth : Húnavatnssýsla
Ólafur Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu 6. ágúst, 1864. Skráður Olafur J. Olafson vestra.
Maki: Jónína Þorgerður Þorgeirsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1868.
Börn: 1. Jenný Þorbjörg 2. Halldór Jóhann 3. Kjartan
Ólafur fór einsamall vestur árið 1887 en Jónína sama ár með foreldrum sínum og systkinum. Ólafur var um hríð í Churchbridge í Saskatchewan, þaðan fór hann til N. Dakota og var þar rúm fimm ár. Hann fór til Glenboro árið 1898 og opnaði verslun með aktýgi en árið 1904 fór hann til Winnipeg og opnaði þar samskonar verslun. Hann reyndi fyrir sér í Kandahar í Vatnabyggð en sneri aftur til Winnipeg árið 1921 og hafa þau hjón búið þar síðan.
