Þorsteinn Sigurðsson

ID: 1707
Date of birth : 1888

Þorsteinn Sigurðsson Mýrmann Mynd VÍÆ I

Þorsteinn Sigurðsson fæddist í A. Skaftafellssýslu 28. janúar, 1888. Mýrmann vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Hann flutti vestur til Manitoba árið 1903 með móður sinni, ekkjunni Þuríði Þorsteinsdóttur og bróður sínum, Jóni og systurinni, Jórunni. Þau settust að í Winnipeg þar sem Þorsteinn fór fljótlega að kanna atvinnumöguleika. Hann stundaði fiskveiðar í Manitobavatni. Hann var skráður í kanadíska herinn árið 1918 og var í honum í eitt ár. Flutti þá norður til Steep Rock þar sem hann var með búskap til ársins 1952. Þaðan lá svo leið hans til Clarkleigh þar sem hann bjó eftir það.