Snjólfur Sigurðsson

ID: 6427
Date of birth : 1864
Place of birth : Mýrasýsla

Snjólfur Sigurðsson fæddist í Mýrasýslu árið 1864.

Maki: Sigríður Stefánsdóttir f. í N. Múlasýslu árið 1862.

Börn: 1. Stefán 2. Jón 3. Sigurður 4. Guðrún.

Snjólfur Sigurðsson  var búfræðingur frá Ólafsdal og flutti vestur um haf ártið 1888. Mun hafa farið til New York og þaðan áfram vestur. Hann flutti á land í Lundarbyggð árið 1896 og hóf búskap.

Snjólfur Sigurðsson og Sigríður Stefánsdóttir Mynd WtW

Hann var með nokkuð stórt kúabú en varð fyrir  því ólani að missa alla sína gripi í miklum eldsvoða. Undi hag sínum illa eftir það og flutti vestur að hafi og bjó í Blaine. Sigríður fór vestur með foreldrum sínum árið 1876 og fór með þeim til Nýja Íslands.