ID: 19969
Date of birth : 1886
Date of death : 1960
Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 14. mars, 1886. Dáin í Manitoba 12. febrúar, 1960.
Maki: Archibald Groucher f. 26. júlí, 1878, d. á Lundar í Manitoba 19. maí, 1956.
Börn: 1. Stanley f, 21. mars, 1908, d. 1917 2. Margaret Agnes f. 6. janúar, 1910 3. Doris f. 8. janúar, 1911 4. Robert f. 28. september, 1913, d.1940 5. Ruth f. 28. september, 1913 6. John f. 24. júní, 1919 7. James f. 24. febrúar, 1923. Öll fædd í Brandon.
Kristín var dóttir Margrétar Jónsdóttur og Guðmundar Bjarnasonar í Reykjavík. Þau skildu og flutti Margrét þá vestur til Manitoba árið 1888, með dætur sínar tvær, Guðrúnu og Kristínu. Þær settust að í Brandon þar sem Kristín ólst upp og giftist.
