Ásgeir Jónas Sigurðsson (Thorsteinson vestra) varð merkur vísindamaður að loknu námi. Í VÍÆ er eftirfarandi skráð bls.335-336:
,,Ásgeir ólst upp í Winnipeg og hlaut þar undirbúningsmenntun. Varð B.Sc.A. frá Manitobahákóla 1941 og hlaut gullpening háskólans, en Isbister-verðlaun árið áður fyrir námsafrek.Varð Ph.D í London 1941. Lagði þar einkum stund á skordýrafræði. Hlaut námsstyrk frá British Council 1945 og 1946. Vann sem sérfræðingur í skordýrafræðum við Forest Biology Laboratory í Sault Ste. Marie, Ont.,1947-48. Prófessor í skordýrafræðum við Manitobaháskóla síðan 1948. Forseti félags skordýrafræðinga í Manitoba 1953-54. Í stjórn félags kanadiskra skordýrafræðinga 1953-54. Ritgerðir í Canadian Journal of Zoology, Ottawa, The Canadian Entomologist, Ottawa, Entomologia Experimentalis et Applicata,Amsterdam, Redia, Florence, Zeitschrift für Planzkrankenheiten, Tübingen, Editorial, The Winnipeg Free Press.”