Pétur B Guttormsson

Vesturfarar

Að námi loknu í Winnipeg tók við læknastörf víða. Í VÍÆ V er eftirfarandi samantekt um starfsferil hans, bls. 97: ,,1944 var hann við Montreal General Hospital við framhaldsnám í skurðlækningum og ávann sér við það réttindi, sem meðlimur í ,,The Royal College of Physicians ans Surgeons in Canada”. Árið 1945 veitti Chicago-deild ,,The International College of Surgeons” honum réttindi sem meðlimi þeirra samtaka og 1946 voru honum veitt  réttindi sem sérfræðingi í skurðlækningum. Frá 1928 til 1981 hefur hann stundað bæði almennar lækningar og skurðlækningar á ýmsum stöðum í Canada og Bandaríkjunum svo sem í canadisku fylkjunum Manitoba, Saskatchewan og British Columbia og í Californiu, USA. (1966-1975)”