Helga Anderson

Vesturfarar

Í VÍÆ IV segir um Helgu: ,,Hún er hámenntuð í tónlist og hefur hlotið margskonar viðurkenningu í þeirri listgrein. Hefur tónlistar-kennarapróf frá Manitobaháskólanum í Winnipeg, einnig píanó- og söngpróf frá háskólunum í Winnipeg og Toronto. Hún er tónlistarkennari og leiðbeinandi vi’ ýmsa skóla Winnipegborgar. Hefur áður starfað við Radio Station CKRC, verið einkakennari í söng og píanó námsgreinum, einnig söngstjóri hjá kirkjukórum og ýmsum öðrum kórum. M.a. var hún söngstjóri Háskólakórsins í Winnipeg, sem hún kom með í söngferð til Íslands sumarið 1977 og hélt þá tónleika bæði í Reykjavík og á Akureyri við góða aðsókn.”