Lynn G Guðmundsson

Vesturfarar

Lynn Guðmundur Guðmundsson ólst upp í litlu þorpi í N. Dakota. Hann kaus menntaveginn líkt og faðir hans Guðmundur Grímsson úr Borgarfirði og eldri bróðir, Keith Sanford. Í VÍÆ I er yfirlit yfir menntun hans og störf.

,,Stundaði miðskólanám í Langdon og Rugby, N. Dakota. Lauk B.A.prófi frá Ríkisháskólanum í N. Dakota 1933 og L.L.B. prófi frá Minnesota-háskóla 1935. Lögmaður í Grafton, N. Dakota. Forstjóri lögmannfél. N. Dak. Borgardómari þar. Ritari skólaráðs í Grafton. Um skeið aðstoðar-ríkissaksóknari í N. Dak. Dómsmálafréttaritari í 2. lögsagnarumdæmi í N. Dak.Um skeið forseti Kiwanis Club. Gegndi herþjónustu í síðari heimsstyrjöld, hlaut majorstign og mörg heiðursmerki. Gegndi margvíslegum lögmanns- og dómarastöefum í Rínarlöndum og Mi’-Þý<kalandi í styrjöldinni. Rit: Digest of Laws Affecting Industrial Development. Heimsótti Ísland 1930.”