Séra Kolbeinn Pálsson

Vesturfarar

Séra Kolbeinn Pétursson flutti vestur til Kanada árið 1900 og dvaldi fyrstu árin í Winnipeg. Vann þar við prentun í prentsmiðju Lögbergs. Hann flutti vestur til Pont Roberts í Washington árið 1909 þar sem hann bjó til ársins 1924. Þar óx hann úr grasi, vann við verslun, búskap og póstafgreiðslu en smám saman fann hann köllun sína. Hann stundaði nám í bréfaskóla en flutti svo til Seattle og hóf nám í The Pacific Theological Seminary. Hann lauk  guðfræðiprófi frá skólanum árið 1927, fór vestur til Winnipeg þar sem hann var vígður prestur 26. júní sama ár í Fyrstu lútersku kirkjunni á Victor st. í borginni. Dvöl hans þar var stutt í þetta sinn, hann fékk köllun frá Hallgrímssöfnuði í Seattle þar sem hann þjónaði í eitt ár. Við tók þjónusta í St. James söfnuði árið 1928 og þar þjónaði hann til ársins 1958. Eftir það þjónaði hann ýmsum söfnuðum í bæði Bandaríkjunum og Kanada.