Jakob B Jónsson Mormónaprestur

Vesturfarar

Jakob kynntist Mormónatrúnni í Reykjavík og leddi áhugi hans á nýrri trú til skilnaðar frá Ingibjörgu, fyrstu konu hans. Hann fór vestur til Winnipeg árið 1876 og ári síðar til Spanish Fork í Utah. Hann gerðist trúboði og fór þeirra erinda bæði til Kanada og Íslands. Hans fyrsta ferð hófst árið 1879 þegar hann og Jón Eyvindsson fóru til Manitoba og þaðan til Kaupmannahafnar og komu þeir þangað 12. september, 1879. Þar fylgdust þeir með prentun rits Þórðar Diðrikssonar, Aðvörunar og sannleiksraust um höfuðatriði trúar ,,Jesú Kristi kirkju af síðustu daga heilögum” og 8. nóvember, 1879 sigldu þeir norður til Íslands með fjölda eintaka sem nota átti við trúbðið á Íslandi. Jakob vann við trúboð þar til ársins 1881 en þá um sumarið sneri hann haftur til Spanish Fork með lítinn hóp íslenskra Mormóna. Aðra ferð fór hann svo til Íslands árið 1910. Einar Hermann Jónsson, sem mest ritaði um Íslendinga í Utah í Almanakið sagði þar um Jakob árið 1917:,, Jakob hefir ávalt verið starfs og búsýslumaður í betra lagi, og því ætíð liðið fremur vel. Trúmaður er hann mikill, og máttarstólpi í kirkju Mormóna.”