Snjólaug A Sigurjónsdóttir

Vesturfarar

Að loknu námi helgaði hún sig tónlist og fór víða. Ágæta samantekt má finna í VÍÆ I bls.303-304.

,,Hljómlistarkennari í New York í mörg ár en nú í Winnipeg. Var organisti og söngstjóri Fyrstu lúthersku kirkju í Winnipeg 1935-45. Fjallkona Íslendingadagsins á Gimli 1955. Starfandi í ýmsum hljómlistar – og söngfélögum í Winnipegborg. Leikur einleik á píanó fyrir kanadíska útvarpuð (Canada Broadcasting Corporation) vuð ýmis tækifæri. Hún hefur aðstoðað við hljómleika íslenzkra listamanna, sem heimsótt hafa Vestur-Íslendinga, t.d. Eggerts Stefánssonar, Maríu Markan og Guðrúnar Á. Símonar. Prófdómari í sönglist og píanóleik hjá Manitobaháskóla. Meðlimur nefndar, sem fjallar um hljómfræði og hliðstæðar listgreinar við Manitobaháskóla. Kunnur einleikari. Hefur átt heima í Árborg, New York og Winnipeg. Hefur hlotið námsstyrki frá Women´s Musical Club, Winnipeg og The Icelandic Canadian Club, Winnipeg.