Dr Richard Beck

Vesturfarar

Sennilega verður Dr.Richard Beck að teljast einn afkastamesti rithöfundur, fræðimaður og skáld. Þá var hann einstaklega áhugasamur um íslenska samfélagið í Norður Ameríku. Vestur-Íslenskar Æviskrár I hafa að geyma allgóða samantekt um Dr. Beck, sem hér kemur orðrétt. Milli fyrirsagnir eru mínar. J.Þ.

Starfsferill – framlag til samfélagsins 

,,Kennari St. Olaf College, Northfield, Minnesota, 1926-28 og Thiel College, Greenville, Pennsylvania, 1928-29. Prófessor í Norðurlandamálum og bókmenntum við Ríkisháskólann í Norður-Dakota, Grand Forks, síðan haustið 1929. Forseti hinnar erlendu tungumáladeildar háskólans síðan 1954. Forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi 1940-46 og síðan 1957. Ræðismaður Íslands í N.-Dakota 1952, vararæðismaður frá 1942. Forseti Félagsins til eflingar norrænum fræðum (The Society for the Advancement of Scandinavian Study) 1940-42, 1959-51 og 1957-58. Embættismaður í fjöldamörgum öðrum félögum og nefndum innan háskóla síns og utan. Heimsótti Ísland á Alþingishátíðinni 1930. Fulltrúi Vestur-Íslendinga og gestur ríkisstjórnar Íslands á lýðveldishátíðinni 1944 og flutti eina af ræðum við stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1944. Fulltrúi Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi á tíu ára afmæli lýðveldisins 1954. Flutti í báðum þeim heimferðum ræður og erindi á fjöldamörgum samkomum víðs vegar um land. Hefur síðan hann kom til Norður-Dakota flutt á annað þúsund ræður og erindi, mikinn hluta þeirra um íslenzk og norræn efni, á ensku, Íslenzku og norsku, víðs vegar um Bandaríkin og Canada. Heiðursmerki og viðurkenningar: Riddari af Fálkaorðunni 1939, stórriddari 1944. Riddari af St. Olav orðunni 1939. Heiðursmerki lýðveldisstofnunar á Íslandi 1944.Christian den X´s Frihedsmedalje 1946. Nordmanns-Forbuncets Fortjenstmedalje 1957. Heiðursfélagi: Hins íslenzka Bókmenntafélags, Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, Stórsdtúku Góðtemplarareglunnar á Íslandi, Stúkunnar ,,Framtíðin” í Reykjavík, The Leif Ericson Association, South Dakota, The Viking Club, Winnipeg, karlakórsins ,,Bjarne” í Grand Forks, The National Trönderlag í Ameríku, og margra annarra norsk-amerískra byggða-og menningar félaga. Bréfafélagi í Vísindafélagi Íslendinga. Heiðursskjal Nordmanns-Forbundets í Osló.”

Ritstörf

Á ensku:

Icelandic Lyrics 1930
The History of Scandinavian Literatures (meðhöfundur) 1938
History of Grand Forks Deaconess Hospital 1942
Icelandic Poems and Stories 1943
A Sheaf of Verses (ljóð á ensku) 1945 (aukin útgáfa 1952)
History of Icelandic Poets 1800-1940, 1950
Jon Thorlaksson, Icelandic Translator of Pope and Milton 1957
Einnig kaflar í ýmsum ritum, svo sem Encyclopædia of Literature 1946
Icelands Thousand Years 1945.

Á íslensku

Ljóðmál 1930
Saga Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi 1935
Kvæði og kviðlingar K.N. Júlíusar 1945
Ljóðmæli Jónasar A. Sigurðssonar 1946
Guttormu J. Guttormsson skáld 1949
Ættland og erfðir 1950
Svipmyndir af Suðurlandi 1956
Í átthagana andinn leitar 1957
Ritstjóri Almanaks Ólafs S. Thorgeirssonar 1941-1954

Fjöldi ritgerða um bókmenntaleg efni, íslenzk, norsk og norræn í vestur-íslenskum, amerískum, norsk-amerískum og enskum tímaritum og blöðum. Einnig frumort kvæði víðs vegar í blöðum og tímaritum austan hafs og vestan.