Einar Árnason

Vesturfarar

Einar sneri heim til Manitoba úr stríðinu 1945 og bjó í Winnipeg. Í VÍÆ VI er fjallað um ævi Einars eftir stríðið. Þar segir:,,Hann hefur tekið þátt í margvíslegum félagslegum störfum. Starfaði við barnahjálp Winnipegborgar í 15 ár og forseti þeirrar stofnunar í 3 ár. Vann að velferðamálum Indíána og Metis þjóðflokkanna 1960-1970 og á tímabili formaður þeirrar starfsemi. Í stjórn Lögregluráðs Winnipegborgar (City of Winnipeg Police Commission) 1972-1974, og í Lögregluráði Manitobafylkis 1878-1982. Hann er nú (1992 Inns. J.Þ.), á aldarafmælisári Lögbergs, stjórnarformaður útgáfuráðs Lögbergs-Heimskringlu, vikublaðsins íslenska í Winnipeg og ritstjóri þess blaðs. Hann hefur skrifað talsvert í blöð og tímarit, einkum Lögberg-Heimskringlu á seinni árum. Komið hefur hann oft til Íslands…”