Einar Jónsson Suðfjörð

Vesturfarar

Í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar 1918 er ágæt lýsing á vesturför Einars og fjölskyldu hans: ,,Þau Einar og Guðbjörg fluttust frá Fossi í Suðurfjörðum í Barðastrandarsýslu ásamt þrem börnum sínum til Ameríku 1883, stigu á land 20. ág. í Quebec. Dvöldu hálft annað ár í Ontario og vann Einar þar hjá enskum bónda. Sunarið 1885 lagði Einar á stað vestur til Winnipeg og vann á járnbraut til haustsins og sendi þá konu sinni og börnum fargjald til að komast til W.peg og settust þar að. Ym það leyti var Helgi Jónsson ritstjóri að stofna til Þingvallanýlendunnar og átti verzlun í Shellmouth. Seint í jan. 1886 lagði Einar á stað vestur þangað í fylgd með Helga og konu hans, fyrst með járnbraut til Solsgirth, og síðan keyrðu þau þau þaðan til Shellmouth og tók það ferðalag tvo daga í skafbyl og hörkufrosti og urðu þau við og við að skjótast inn í húsin með fram brautinni til að hlýja sér. Þegar Einar lagði upp frá Winnipeg átti hann $10, en þegar tol Shellmouth kom, voru eftir 50 cents, gekk það í ferðakostnaðinn, en eftir það lánaði Helgi Einari alt, sem hann þurfti með.”

Shellmouth – Landnám

,,Í shellmouth gisti Einar hjá Vigfúsi Þorsteinssyni, járnsmið, og konu hans Guðríði Guðmundsdóttur, er sýndu honum, sem öllum Íslendingum er til þeirra komu, góðvild mikla endurgjaldslaust. Seint í febrúar fór Einar á stað til að leita uppi land það, er Helgi hafði tekið fyrir hann í Þingvalla, og fékk með sér enskan bónda, er Williton hé; fóru þeir á uxum og komu að húsi því sem Jón Magnússon hafði bygt haustið áður, og skildi Einar þar eftir föt og annað nauðsynlegt og héldu þeir svo tvær mílur vestur og gizkaði Williton á að þar væri land Einars, því landamerki fundust engin þar sem alt var á kafi í snjó.Einar byrjaði þegar að fella tré í hús sitt, en hélt til í húsi Jóns Magnússonar um nætur, sem var tvær mílur burtu; gekk hann þá vegalengd kvöld og morgna á skíðum, sem hann bjó sér til úr blautum við úr skóginum. Eftir átta daga var hann búinn að koma upp hústópt, 20 fet á lengd og 12 .a breidd, og hélt svo til Shellmouth aftur. 23. marz um vorið lagði Einar aftur til nýlendunnar, og voru þá í fylgd með honum þeir Jón Magnússon og Björn Ólafsson og höfðust þeir við í húsi Jóns. Björn og Einar fóru þá að höggva við í hús handa Birni. Dag einn fóru þeir að leita eftir landamerkjahælum hjá Einari, því snjór var mjög farinn að síga. Urðu þeir þá þess varir, að húsið stóð ekki á Einars landi og varð því að færa það, og hjálpuðust þeir Björn og Einar að því og gekk vel. Var það fyrsta húsið (utan Jóns) í Þingvalla, sem fjölskylda gat hafst við í og varð það eftir það mörgum skýli. Síðan komu þeir upp húsi handa Birni og fóru svo inn til Shellmouth. 9. apríl fór Einar aftur með borðvið í þakið á húsi sínu og kom því þá undir þak, en lá við í húsi Jóns á meðan. Eftir átta daga flutti hann sig alfarinn í hús sitt, þó væri það glugga og hurðarlaust. 28. apríl fékk hann Williton, sem áður er nefndur, til að rista upp blett fyrir jarðepli, og voru það fyrstu strengirnir, sem ristir voru með plógi í Þingvalla.”

Fjölskyldan sameinuð 

,,Fyrsta maímánaðar kom fjölskylda Einars frá Winnipeg. Frá því hann fór þaðan í janúar um veturinn, hafði Guðbjörg kona hans unnið fyrir fjölskyldunni og þar að auki borgað $20 í ferðakostnaðinn vestur. Þau Einar og Guðbjörg bjuggu á landi sínu í sjö ár og tóku ætíð góðan þátt í félagsskap bygðarinnar. Voru gestrisin og var því oft gestkvæmt á heimili þeirra.”