Jón Jónsson Bíldfell

Vesturfarar

Jón kenndi sig við fæðingarstað sinn, Bíldsfell í Vesturheimi. Hann sýndi ungur mikinn áhuga á málefnum landa sinna í Vesturheimi. Í VÍÆ I bls.49-50 er ágætis yfirlit yfir þessi mál. ;,,Um mörg ár forystumaður í ýmsum félagsmálum vestan hafs. Einn af stofnendum Þjóðræknisfélagsins og forseti þess 1931-33 og 1934-46. Tók öflugan þátt í starfsemi Hins evangelisk-lútherska kirkjufélags Íslendinga í Vesturjeimi og Fyrsta lútherska safnaðar í Winnipeg. Var lengi formaður skólanefndar Jóns Bjarnarsonar skóla. Átti um hríð sæti í framkvæmdanefnd Eimskipafélags Íslands, 1917-22. Ritstjóri Lögbergs 1917 -27 og framkvæmdastjóri The Columbia Press Limited. Heiðursfélagi  í framkvæmdarnefnd Liberalflokksins í Manitoba. Heiðursfélagi Þjóðræknisfélagsins. Sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu 1939. Ritgerðir eftir hann eru í Þjóðræknisritinu og þýddar skáldsögur í Lögbergi”.