Kristófer Níelsson

Vesturfarar

Saga Íslendinga í Vesturheimi geymir upplýsingar um þúsundir íslenskra vesturfara á árunum 1854-1920, barna þeirra sem annað hvort fluttu vestur með foreldrum sínum eða fæddust í einhverri íslenskri byggð í Vesturheimi. Mörg ungmenni voru send vestur og þar hverfa sum sporlaust í mannhaf nýrrar, bandarískrar eða kanadískrar þjóðar. Kristófer Níelsson var þriggja ára þegar einhver tekur hann með sér vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Allar líkur eru á að þar hafi barnið verið tekið í fóstur vestra og einhverja íslensku lærði hann því seinna á lífsleiðinni glímdi hann við þýðingar á íslenskum ljóðum. Foreldrar hans á Íslandi áttu sennilega engan þátt í vesturför barnsins, Níels faðir, hans mun hafa verið kvæntur maður og Jórunn, móðir hans, umkomulaus vinnukona. Dóttir Níelsar, Kristín, fædd 2. maí, 1879 fór til Vesturheims árið 1900 og bjó í Bandaríkjunum, fyrst í Washington vestur við Kyrrahaf og seinna í Kaliforníu. Yngsti bróðir Kristínar, Árelíus fæddist í Flatey á Breiðafirði 7. september, 1910 en seinna prestur í Reykjavík. Hann var ritstjóri tímaritsins Breiðfirðings árið 1960 og hafði þá undir höndum bréf frá Kristínu, systur sinni í Kaliforníu, sem mun hafa fundið bróður sinn vestra, a.m.k. vissi hún til hans því í umræddu bréfi voru blaðaummæli úr bandarískum blöðum svo og fáein ljóð Kristófers. Þessi sending var tilefni greinar þeirrar sem þessi skrif byggja á, ,,Breiðfirzkt skáld í Vesturheimi – Christopher Johnston” og birtist í Breiðfirðingi, 20.-21. árg. Sendingin frá Kristínu geymdi grein úr vikublaðinu Minneota Mascot í Minnesota frá 29. ágúst, 1927. Gunnar Björnsson í Minneota gaf blaðið út og ritstýrði en sumarið 1927 sá sonur hans, Hjálmar um útgáfuna. Grein Hjálmars var á ensku og var hún þýdd í Winnipeg og birt á íslensku í Lögbergi 22. desember, 1927.

Christopher Johnston

Enginn grætur Íslending
einan sér og dáinn,
þegar allt er komið í kring
kyssir torfa náinn.

,,Síðan ég las um lát Christopher Johnston í blaðinu ,,Minnesota Mascot”, hef ég verið að bíða þess, að einhver kunnugur tæki upp pennann um hann í hinum íslenzku blöðum. Ókunnugleiki aftraði mér frá að leggja þar á vaðið. Ég þekkti hið ,,litla skáld á grænni grein” svo lítið persónulega. Við vorum í skóla saman í Winnipeg um stutt skeið, en þó viðkynningin væri ekki löng, hef ég borið til hans hlýhug síðan. Einn sér – dáinn. Fjær átthögum og ættingjum hniginn til moldar. Sí-yrkjandi til hins síðasta, kveður hann lífið. Hinzta bón hans er, að einhver verði til þess að leggja blóm, er hann unni, á leiði hans. Um annan legstað biður hann ekki. Christopher heitinn mun hafa ort flest ljóð sín á ensku. Meiri hluti þeirra ljóða hans er íslenzku blöðin birtu, munu hafa verið þýðingar alkunnra, íslenzkra smákvæða. Yfirleitt báru þýðingar hans vott um fegurðarnæmi og vandvirkni. Sýnilega var honum annt um það, að sérkenni hins íslenzka arfs glötuðust ekki. Með það fyrir augum, hélt hann tryggð við íslenzka höfuðstafi og gerði sitt ýtrasta til, að hin íslenzku kvæði breyttust sem minnst í þýðingunni. Aðallega skiptast Vestur-Íslendingar í tvo flokka nú á dögum – enska og íslenzka Íslendinga! Hinir síðarnefndu, hingað komnir frá Íslandi eða fæddir hérlendis á fyrstu frumbýlingsárum, týna nú óðum tölunni, og við blasir í rauninni ekki annað en framtíðarleysi. Saga okkar, sem enn þá höfum þeim megin, er ekki glæst í nútíðinni. Við fylgjumst ekki lengur með bókmenntalegri framþróun Íslands. Höfum heldur ekki skapað neitt nýtt í staðinn, sem líklegt sé til að vara lengur en við sjálfir. Aftur á móti tilheyra hinir fyrrnefndu, þeir yngri, uppvaxandi og bráðlifandi  kynslóð. Þar ekki um neinn dauða að ræða – þar birtist framtíð alls þess, sem íslenzkt var einu sinni. Hvorki þýðingar eða frumort ljóð Christophers Johnston hafa hjá öllum fallið í sendna jörð. Má í því sambandi benda á minningarorð þau, er E. Hjálmar Björnsson ritar um hann í blaðinu ,,Minneota Mascot” á síðastliðnu sumri. Hjálmar tilheyrir hinni ungu kynslóð; mun rúmlega tvítugur og er nýlega útskrifaður úr háskóla Minnesota ríkis. Stýrir hann blaðinu ,,Minneota Mascot” í fjarveru föður síns. Þegar tekið er til greina, hve ungur hann er enn þá, má óefað setja hann framarlega í röð ensk-ritandi Íslendinga. Og íslenzkur í húð og hár er Hjálmar, þó enskan sé honum eðlilega tamari en íslenzka.”

Minningarorð Hjálmars

,,Með leyfi höfundarins birtast nú þessi minningarorð um Christopher Johnston í íslenzkri þýðingu. Velvirðingar hlýt ég þó að biðja á frágangi öllum, því hér verður aðeins um lauslega þýðingu að ræða. Greinin birtist 29. ágúst s.l. – Hljóðar sem fylgir, eftir að hafa runnið lauslega og orðabókarlaust gegn um ritvél mína: Í einhverjum afskekktum stað hinnar skarkalamiklu Chicagoborgar, er grödin hans, óþekkt af öllum, utan þeim, er lögðu hann þar, og þeir hafa þokast áfram og gleymt. Einhvers staðar í Chicago hvíla hinar jarðnesku leifar Christophers Johnston, en andi hans er horfinn inn á grænni grundir undir bláum himni. Þar birtist allt, er heimurinn átti honum að bjóða, er saddi hugraða sál hans, og þáði ljóð hans að launum. Lesendu blaðs vors munu minnast Christophers Johnston, sem höfundar þeirra ljóða, er verið hafaað birtast í blaðinu í mörg ár. Rétt nýlega, er vérheimsóttum Chicago, varð oss bilt við að fregna lát hans, er skeði, að oss var sagt, fyrir rúmum þremur mánuðum síðan. Hann lifði í borginni Chicago, langt frá ættingjum og vinum, og skeyti um fráfall hans hafa ekki borizt til neinna. Um eins árs tíma hafði hann verið sjúklingur á hæli tæringarveikra þar í borg. Til margra mun Christipher Johnston ekki ná nema að nafni til. Og hvað áhrærir ævisögu hans, verður eigi úr því bætt að svo komnu, því ómögulega höfum vér getað náð í neitt af því tægi. Í bréfum þeim, sem frá honum hafa borizt – vér þekktum hann aðeins bréflega – minnist hann sjaldan á sjálfan sig. Til þeirra, er fylgzt hafa með ljóðum hans, er hann þó meira en nafnið tómt. Ljóðin eru spegill hjarta hans og sálar – í þeim má skynja manninn á bak við. Það, sem vér vitum um ævi Christophers Johnston, má framsetja í einni setningu: Hann fæddist á Íslandi fyrir eitthvað 40 árum; fluttist á barnsaldri til Winnipeg, Manitoba; þar ólst hann upp, stundaði nám um tíma við Wesley College; gaf sig að leikaraiðn um stutt skeið, um þær mundir  að hann fór til Chicago, þar sem hann andaðist í maí mánuði 1927. En ævisaga anda hans, rituð í ljóðum hans, verður eigi svo stuttlega skýrð.”

Kveðskapur einstæðings

,,Christopher Johnston kvaddi lífið eins og hann hafði lifað því – einn sér. Heimurinn veitti honum lítið, en hann gaf í staðinn aleigu sína. Yfir fyrri ljóðum hans hvíldi oft þunglyndisblær, sem ekki var óeðlilegt, þegar á allt er litið; en á síðari árum var strengjatakið breytt. Ljóð hans þá þrungin heiðríkju, vottandi ást til náttúrunnar og lífsins – jafnvel þrátt fyrir þá vissu, að hann ætti ekki eftir nema fáa mánuði ólifað. Alger sætt við rás örlaganna, kærleikur til meðbræðranna og fagrar lífshugsjónir, speglast í kvæði hans: Unselfish Love:

Could prayers unsay what Fate proposes,
could prayers remake our paths unknown;
I pray that thine be paved with roses,
but leave the horns within my own

‘Tis not unselfishness that moves me
To wont to share thy pain or cross:
My heart has said that it behaves me
to serve my Love through gain or loss.

Then do not Marvel at my saying,
That I would gladly bear thy pain-
Unselfish love – there’s no gainsaying
Bears every duty in its train.

But duty then becomes a pleasure,
By which the soul is purified,
And every Act of love of treasure
And all devotion glorified.

Það er tvennt, sem auðkennir öll ljóð Mr. Johnstons hin mikla ást hans til náttúrunnar og traustar og vakandi andlegar hugsjónir. Þetta kvort tveggja var þí í raun og veru eitt hið sama í hans augum, því hann fann Guð í hverju smáblómi vallarins, í hverjum ómþýðum vorblæ og hverju efldu strengjataki stormsins. Slíkt rennur í gegn um öll ljóð hans eins og bjartur logi lífsins. Á þeim augnablikum þá var hann mest hrifinn og heillaður, brauzt þetta út í þeim ástríðukrafti, sem flutt hefði getað anda hans á hæstu hæðir. En eins og í þessu var fólginn hans mesti styrkur, eins vottaði það oft hans mesta veikleika – gerði honum gjarnt til að rita prédikun í hvert sólarlag að kvöldi og hvert fölnað blóm grundar. Afsakanir þurfa þó ekki að færa fyrir Christopher Johnston – Hann var kannske ekki stórskáld, en sannur sjálfum sér og hugsjónum sínum. Christopher Johnston var ekki snortinn af listamanns sjálfþótta , né flaggandi sjálfum sér og ljóðum sínum. Á því stigi, að finna gleði í starfi sínu, var hann þó listamaður, því hann var gæddur þeim hæfileika, að geta látið aðra finna til þeirrar gleði. Og þau ljóð, sem vekja sanna gleði í hjörtum annarra, er ekki til einskins kveðin.”

Sölumennska eða hugsjón

,,Hann reyndi aldrei að selja kvæði sín. Fátækur af þessa heims auði, var hann ófús á að gera ljóð sín að verzlunarvöru. Blaði voru veittist sá heiður, sökum vinfengi skáldssins og ritstjóra þess, að birta í fyrsta sinn flest af ljóðum hans. Aðrir ritstjórar veittu þeim eftirtekt, og mörg af ljóðum Mr. Johnstons voru endurbirt í blöðum þeirra- Einn í tölu þeirra ritstjóra, var Thomas H. Moodie, ritstjóri blaðsins ,,Richard County Farmer”, Wahpeton, Norður Dakota. Í ritstjórnargrein síðastliðinn vetur, hvatti hann lesendur til að skrifa Mr. Johnston bréf með þeim tilgangi, að ,,rækta rósir í nútíð”. Enn fremur sagði hann: ,,Christopher Johnston höfum vér eigi mætt. En stef hans votta íhugun hinna dýpri hliða lífsins, þar gildi hins andlega er honum ríkjandi gleði. Líf þessa manns virðist endurtekning þeirrar sögu, sem veigamikil er og heillandi. Andans árvekni í fátæklegri verkstofu, sökum starfsgleðinnar. Hann er í tölu þeirra, sem ekki selja ljóð sín. Þegar sál hans talar, sendir hann Minnesotablöðunum ljóð sín til birtingar, til þess aðrir njóti með honum þess, sem í þeim býr.” Þetta er fagurt vottorð  frá merkum verkstjóra, og þessi ummæli vermdu hjarta Christophers Jonstons, er hann las þau. Frá deild tæringsveikra við Cook sjúkrahúsið, ritar hann oss bréf, þar sem hann kemst svo að orði: ,,Glaðning er mér að heyra, að mín einföldu stef hafi orðið öðrum til ánægju. Vona að mér auðnist að yrkja mörg fleiri kvæði, ef Drottinn lengir líf mitt – þótt útlit í þá átt sé dauft eins og nú er komið.” Óskelfdur við dauðann, staddur stund og stund í einum af lystigörðum Chicagoborgar, fáandi að njóta í bili þeirrar náttúrufegurðar, er hann unni mest, heldur Mr. Johnston áfram að yrkja. Eftirfarandi ljóð, er hann nefnir : ,,A Tryst”, er með því allra seinasta, sem vér fengum frá honum:

I have a tryst at close of day,
In a sequestered sylvan spot:
The tinsel merryment of town.
Its hollow joys, I´ll heed them not!

I’ll take my way in pensive mood
And let the lovelight fill my heart;
And cleanse the tablet of my mind
From all the cobwebs of the mart.

And when I reach the trysting place,
I’ll enter as pentinent,
Whose heart is filled with speechless awe
Before the Holy Sacrament.

For, here is, too, a holy place
With strange and mystic avatars:
As I shall hold communion here
With flowered grasses and the stars.

Ljóðlínur hans eru hljómauðgar, orðin vel valin – sem sérstaklega er eftirtektarvert, þegar tekið er til greina, að enskan er ekki vöggumál skáldsins. Ef til vill, er kvæðið ,,Nocturne” eitt af hans hljómfegurstu ljóðum, er canadiska tónskáldið S. K. Hall, hefur samið lag við:

I’ve heard of the wings ofthe morning,
To fly with the fields of delight.
I crave not the wings of the morning,
But wings of the beautiful night.

To fly with the moonlight a-gleeming,
To glide, with the starlight aglow;
To sail, where the soft winds are dreaming
And silvery light-billows glow.

Or rest, where the roses are sleeping
And rills chant their nocturnal lays.
Where nectarine flowers are weeping
In meadowlands mantled with haze.

O, night! lend the soul of your beaty
O, stars! lend the rays of your light
To fashion my roadway of duty
More fair, more transcentantly bright.

,,Hvað gagnorða framsetning áhrærir og heppilegt orðalag, þá tókst Mr. Johnston sjaldan betur, en í kvæði því, er hann nefnir :,,Scorn” – sem einnig var eitt af síðari ljóðum hans:

They laughed at Him….I laughed at Him
And laughing, turned aside,
To gather thorns and weave His crown;
All scornful in my pride.

So scornful then…. But now regret
Burns deep in my heart´s core;
For since that fateful laugh of scorn,
I laugh with my irt no more.

Vér vildum gjarna halda áfram að vitna í kvæði Mr. Johnstons, en hér verður að nema staðar. Vér höfum fyrir framan oss hundruð handrit frá hans penna, mörg þeirra á ókostbærum pappír. Þegar vér yfirförum þau, sjáum vér lífi þessa manns bregða upp – eins og skuggsjá. Vér sjáum hann, kyrrlátan og alvarlegan, þrammandi, til hins síðasta, með söng á vörum og bros í hjarta. Vér sjáum hann eins og í skuggsjá, en á bak við hverja skuggsjá liggur það, sem vér náum ekki til. Vér finnum nærveru þess; vér vitum, að það er hið óþekkta afl, sem knýr okkur mest, þó vér kunnum ekki nafn á því. Ef til vill, getum vér nefnt það Anda skáldsins, sem var Christopher Johnston. Það er andi þess skáldskapar, sem er lífið sjálft, og og sem engan enda þekkir. Það er hið hulda afl, sem skóp hann, eins og öll önnur skáld, sem eru:

Boðberar gleði, götur sorgar halda:
gefendur ljóss, sem þræða myrka vegi;
Heimsins án gulls þeir himins auð margfalda;
helnótt þeir gista, sálir tengdar degi.

,,Svona kemst Thomas Curtis Clark að orði, og við engan má heimfæra þetta betur en Christopher heitinn Johnston. Hinar jarðnesku leifar hans hvíla nú í óþekktri gröf í Chicago. Engin gata, troðin fótum forvitinna aðdáenda, mun liggja þangað. Enginn steinvarði mun rísa ofar höfði hans til að gnæfa gegn því lífi, sem var hans. Og ekki hefði hann kosið, að þetta yrði öðruvísi. Að hann, sem í lífinu aðeins bað um brauð, hlyti í dauðanum kaldan steininn, væri of járnkuldalegt til að skoðast viðeigandi. Hann hefur ritað sína eigin grafskrift og reist sjálfur sitt minnismerki í hjörtum vina sinna, – það voru þeir, sem lásu hann og viðurkenndu. Hann féll aldrei að fótum hinna stóru. Hann mælti ekki til þeirra, sem bókmenntalegum skilningi flagga á því , hvað sé skáldskapur.  Áheyrendur hans voru þeir, er lifðu hinu óbreytta alþýðulífi, og unnu því – eins og hann sjálfur. Nokkrum árum áður en hann dó, orti hann stutt ljóð, er hann nefndi ,,Dauðinn” Heppilegri grafskrift hefði hann vart kosið yfir gröf sinni:

I think I shall not fear the face of Death,
But find it kindly, good to look upon;
I shall be still, as one who cons a dream,
And waits expectant for the coming dawn.

Yes, I shall dream of all the years a-gone,
And all the pleasant, kindly friends I knew
And wish that others – those behind the veil
Would meet me smiling – I´d come smiling
though.

And I wish that friends I left behind
Would feel no sorrow, not a trace of gloom:
But if they would be very, very kind,
To plant some joyous daisies at my tomb.

Ekki er óhugsandi, að einhver muni einhvern tíma rækta þessi blóm á leiði hans. Og vér vitum að þau muni taka rætur og þroskast í þeirri mold, er varð síðasta heimili hans, er unni þeim svo mjög. Regnskúrir munu væta þau, sólin næra þau, vindar syngja fyrir þau, – Því þau voru bautasteinar skálds.”

,,Ég vil taka í hönd E. H. Björnssonar, og þakka honum fyrir þessi fallegu orð. Þó minningarorð þessi séu rituð á ensku, þá finnst mér sem í gegn um hvorttveggja renni hulinn íslenzkur þráður.

O. T. Johnson

,,Og að síðustu vil ég þakka þessum ókunnu, amerísku mönnum fyrir þá ástúð og þann skilning, sem þeir hafa veitt þessum bróður mínum látnum. Gæti nokkur, sem þessar línur les gefið mér einhverjar frekari upplýsingar um ævi hans og örlög, væri ég þakklátari en orð fá lýst.

Árelíus Níelsson