Í Vestur -Íslenzkar Æviskrár II er eftirfarandi sagt um menntun og störf Lofts:
,,Lauk B.A. prófi í málvísindum frá Utah háskóla 1934 og M.A. prófi frá sama skóla 1936. Hlaut bæði síðari árin Rosenbaum styrkinn vegna ágætrar frammistöðu í meginnámsgrein sinni: þýzkum bókmenntum. Næstu tvö árin stundaði hann nám við áskólana í Heidelberg, Berlín og í Reykjavík (1937-38) og tók M.A. próf í skandinaviskum bókmenntum frá háskólanum í Harvard 1939. Kenndi þýzku og þýzka málfræði við Utah háskóla og voru þá veittir tveir námsstyrkir frá Utah og Stanford háskólum til að halda áfram námi til doktorsprófs, en á því urðu tafir vegna heimstyrjaldarinnar seinni. Árið 1951 lauk hann ph D prófi við Stanford hákóla í þýzkri tungu og bókmenntum og nefndist ritgerð hans: Categories of Sören Kierkegaard´s Thinking in Life and writings of August Streindberg. Á stríðsárunum var Loftur í upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna í Saipan og víðar og er nú major að tign í heimavarnarliði (USNCR). Aðstoðarkennari við Háskólann í Utah 1934-36 og 1939-40. Kennari í þýzku og íslenzku við Stanford University 1941-43 og 1946-47. Aðstoðarprófessor við ríkisháskólann í Florida 1947. Prófessor við Hartnell College, Salinas, Calif. um tíma. Frá 1958 prófessor í bókmenntum við United States Naval Postgraeuate School, Montery, Calif. Kennir einnig íslenzku og íslenzkar bókmenntir við bréfaskóla Californíu-háskóla í Berkeley, Calif. Varaforseti: Society for the Advancement of Svandinavian Studies, sem vinnur að kynningu á Norðurlöndum og menningu þeirra. Hefur þýtt íslenzk ljóð á enska tungu. Ritar að staðaldri greinar og ritdóma í Scandinavian Studies um norrænar bókmenntir. >Ritgerð í The Icelandic Canadian Vol 15. um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hefur ritað nokkrar ævisögur í H.W.Wilson: Modern European Authors 1959. Rit.: Anthology of Modern Icelandic Literature in English Translation I-II, gefið út að tilhlutun Californíu-háskóla í Berkeley 1962. Auk þess nokkrar ritgerðir um íslenzkar bókmenntir og íslenzk skáld.”