Njáll Ó Bardal

Vesturfarar

Í VÍÆ I segir svo um Njál Ó Bardal b,s.32-33. ,,Njáll útskrifaðist úr Jóns Bjarnarsonar skóla 1922. – Vann hjá C.P.R. næsta ár, en fór síðan til Chicago og gerðist eimreiðarstjóri hjá Belt járnbrautarf. næstu ár. Tók fullnaðarpróf sem Locomotive Engineer 1927, og vann sem válstjóri á járnbrautum til 1929. Stundaði nám í Worsham College of Mortuary Science 1929. Útfararstjóri í Winnipeg síðan. Gengdi herþjónustu 1939-45. Var fyrst sendur til Bermuda 1940. Sendur sem hershöfðingi til Hong Kong í október 1941. Eftir fall Hong Kong var hann tekinn til fanga af Japönum og var í herbúðum þeirra um fjögurra ára bil. Sæmdur mörgum heiðursmerkjum. Er í stjórn lútherska kirkjufélagsins og féhirðir þess. Í safnaðarnefnd Fyrstu lúthersku kirkju Winnipeg. Frímúrari.”