Wilhelm M Kristjánsson

Vesturfarar

Wilhelm M Kristjánsson Mynd The Icelandic People in Manitoba

Wilhelm M Kristjánsson lauk góðu BA prófi og sótti um styrk til framhaldsnáms erlendis. Í VÍÆ I bls 230 er eftirfarandi um- sögn um nám hans og störf; ,,Stundaði nám við Oxford University, St. Catherine´s College 1925-26 (hlaur I.O.D.P. Overseas Scholarship til að stunda þar nám). Lauk kennaraprófi frá University of Chicago Graduate School 1927. Kennari og skólastjóri við Manitoba Collegiate Institute, Manitou, Man., 1930-37. Kennari við bréfaskóla (Correspondence School) menntamáladeildar Manitobafylkis frá 1937, Senior Teacher frá 1947. Búsettur í Winnipeg frá 1937. Meðlimur Icelandic Canadian Club og forseti 1949-52. Varaforseti Manitoba Government Employees Association 1952 og 1953. Forseti National Club, Winnipeg, eitt ár, ritari sama félags tvö ár. Félagi Unitarakirkjunnar í Winnipeg frá 1954. Í stjórn Western Canadian Unitarian Conference. Í ritstjórn Icelandic Canadian frá 1956. Félagi Canadian Legion, B.E.S.L.,1929-45 og frímúrari (Fort Osborne Lodge) í Winnipeg fra´1951. Meðlimur Technical Advisory Committee to the Manitoba Historic Sites Board (1946-48. Foseti Education Unit, Manitoba Government Employees Associatyion 1951 og 1952. Hlaut Coronation Medal fyrir 20 ára herþjónustu. Ritstjóri Vox Wesleyane (stúdentarit í Wesley College, Winnipeg 1923-24. Glimpses of Oxford. The Icelandic People of Manitoba (í handriti). Eftir hann eru greinar í The Icelandic Canadian, Magazine of the Bison (rit embættismanna Manitobafylkis). Kafli í bókinni Iceland´s Thousand Years. Gegndi herþjónustu 1916-19, síðast í flughernum, særðist á Vimy Ridge 1917. Liðþjálfi við Manitobaháskóla 1921-24 og 1939-42. Kapteinn og adjutant í varaliði Canada 1942-46. Adjutant og Major 1943-54 í fastaher Canada.”

The Icelandic People In Manitoba var gefið út í Manitoba árið 1965