í Vestur-Íslenzkar Æviskrár II segir svo um Guðmund:
,,O. Goodmanson var í barnaskóla í Carberry 1896-1903, stundaði miðskólanám og háskólanám í Winnipeg og lauk kennaraprófi frá Manitobaháskóla 1911. Skólakennari í Manitoba 4 ár og 7 ár í Saskatchewan. Var við timburverzlun í Sask. 10 ár, þrjú ár bæjarverkstjóri í Estevan, Sask., hljóðfæraverzlun í Wilkie, Sask., tvö ár. Vann hjá Hudson Bay Mining and Smelting Co. Í Flin Flon 1935-48 og var þar yfirforingi varðmanna úr kanadíska hernum. Fluttist haustið 1948 til Brentwood Bay og hefur búið þar síðan. Starfsmaður við Butchart’s Garden 1949-58 og vann við frærækt. Hefur síðan unnið við skriftofustörf. Ritari Chamber of Commerce í byggðarlagi sínu. Starfaði í sjálfboðaher Canada, varð undirforingi 1926, kapteinn 1928 og major 1932. Lét af herþjónustu 1948. Stjórnaði kirkjukórum og hljómsveitum frá æskuárum í Manitoba, Saskatchewan og Vancouver Island og unnu hljómsveitir hans 1. verðlaun sjö ár í röð í fylkissamkeppni í Sask. Hann hefur samið nokkur lög fyrir hljómsveitir og kóra og hefur a.m.k. eitt þeirra verið flutt á Íslandi.”