Gísli Jónsson

Vesturfarar

Í VÍÆ I, bls. 209-210, er yfirlit um störf Gísla Jónssonar. :,,Gísli ólst upp á Háreksstörfum fram yfir fermingaraldur, stundaði nám við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum, var síðan við prentiðn á Akureyri 1898-1903. Fór vestur um haf þá um sumarið. Prentari í Winnipeg 1903-46. Var einn af stofnendum og útgefendum tímaritsins Heimir (1904-14) og prentaði fimm fyrstu árgangana. Í stjórn Þjóðræknisfélagsins mörg ár og ritstjóri Tímarits Þjóðræknisfélagsins frá 1940. Ljóðabækur: Farfuglar, 1919, og Fardagar, 1956. Fjöldi ritgerða í Tímaritinu og Heimi. Sá um útgáfu ýmissa vestur-íslenzkra ljóðabóka og hefur skrifað  inngang að sumum. Kvæði eftir Bjarna Þorsteinsson: Fylgt úr hlaði, Kvæðabók eftir  Kristján S Pálsson með Nokkrum inngangsorðum um kvæðin  og höfund þeirra eftir Gísla Jónsson. Formáli fyrir ræðusafni Dr. Rögnvalds Péturssonar, Fögur er foldin, o.fl. Enn fremur hreinar í vestur-íslenzku blöðunum, Eimreiðinni 1913, Sögu Þ.Þ.Þ 1928, o.v. Sá um útgáfu á bókum konu sinnar. Hlaut riddarakross Fálkaorðunnar 1950.”