Ingibjörg Jónsson

Vesturfarar

Ingibjörg hefur þurft að fullorðnast fljótt því aðeins 11 ára er hún tekin við húsmóðurstarfi heimilisins þegar móðir hennar lést. Hún ákvað að ganga menntaveginn. Í VÍÆ I er eftirfarandi samantekt um ævistörf Ingibjargar: ,,Hún lauk kennaraprófi 1921. Stundaði kennslu í barnaskólum og miðskólum í Manitoba og Saskatchewan 1921-38. Dvaldist á Íslandi 1935-36 og kenndi við Samvinnuskólann í Reykjavík þann vestur. Kennari við Laugardagsskóla Þjóðræknisfélagsins í Winnipeg 1938-52 og skólastjóri hans í tólf ár.  Var í stjórn Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi, vararitari 1942-50, ritari 1951-56. Formaður þjóðræknisfélagsdeildarinnar Frón í Winnipeg 1950-52. Ritstjóri kvennasíðu Lögbergs 1944-59. Aðstoðarritstjóri Lögbergs 1956-69 og skrifstofustjóri. Ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu frá 1959.” Ingibjörg hætti ritstjórn blaðsins árið 1971.(J.Þ.)