Jakobína Johnson

Vesturfarar

Jakobína Sigurbjörnsdóttir var íslensk skáldkona í Vesturheimi. Eflaust hafa hæfileikar hennar komið í ljós á unga aldri hennar en lítið birtist á prenti fyrr en 1938. Ágæt samantekt um rit hennar er að finna í VÍÆ I bls. 194:

,,Rit: Kertaljós, Reykjavík 1938, önnur útgáfa 1929; Sá eg Svanni, frumort kvæði 1942; The Wish (enskþýðing á Galdra-Lofti), í Poet Lore 1940; The New Year´s Eve (Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson) ensk þýðing, óprentuð; Kertaljós, ljóðasafn, ný útgáfa, aukin, 1956; Northern Lights and other Icelandic Poems, Reykjavík 1959 (úrval af enskum þýðingum íslenzkra ljóða). Ljóðaþýðingar eftir hana hafa birzt víða í amerískum tímaritum, einkum í American Scandinavian Review (sjæa skrá yfir ritverk hennar í formála séra Friðriks A. Friðrikssonar prófasts fyrir seinustu útgáfu Kertaljósa)”.