Kristján Benediktsson

Vesturfarar

Hér er mynd úr Eimreiðinni 3. árgangi, 1897. Þar er Snær Snæland efstur, höfundur skáldsögunnar Holdsveikin

Kristján lauk námi við Möðruvallaskóla árið 1885, vann verslunarstörf og kenndi en síðari árin hans á Íslandi bjó hann á Víðirhóli á Fjöllum. Eftir komun til Winnipeg árið 1895 fór hann fljótlega að skrifa og árið 1898 kom út skáldsagan Valið. Um þær mundir vann hann hjá Heimskringlu og skrifaði hann þá eitt og annað í blaðið. Hann setti saman ættartölur og skrifaði sagnaþætti um þekkta einstaklinga í Vesturheimi svo sem Gest Oddleifsson og Jón Sigurðsson bónda á Víði í Manitoba. Sumt var aðeins í handriti en annað prentað. Hann kaus stundum að nota dulnefnið Snær Snæland, (sjá mynd).