Stefán Ágúst Guðmundsson B.A., B.S.A., M. Sc. fór úr föðurhúsum í Lundarbyggð til Winnipeg til að afla sér frekari menntunar. Í VÍÆ III bls. 49-50 er samantekt um nám hans og störf.
,,Stundaði nám við Wesley College, Wpeg, og lauk prófi í náttúruvísundum frá Manitoba háskóla 1910. Hlaut verðlaun bæði fyrir nám og íþróttir. Innritaðist í Landbúnaðarháskóla Manitoba 1912 og lauk þar fimm ára námi á þrem árum með ágætiseinkunn 1915. Aðstoðarforstjóri við tilraunastöð ríkisins í Brandon 1915-1916 og forstöðumaður tilrauna-stöðvarinnar í Morden, Man., 1916-17 og gerði jafnframt vísindalegar tilraunir. Gegndi herþjónustu í heimsstyrjöldinni fyrri 1917-18, en fékk þá lausn sökum heilsubrests. Kenndi efnafræði við Landbúnaparháskóla Manitoba 1918-19. Hóf þá nám við Californíuháskóla og varði öllum frítímum sínum til vísindalegra starfa. Lauk meistaraprófi þar 1920 og hlaut ,,James Rosenberg Memorial Scholarship in Agriculture” og tók að búa sig af kappi undir Ph.D. próf, sem hann gerði ráð fyrir að taka 1922, en þá veiktist hann af alvarlegum sjúkdómi, sem dó hann til dauða. Gaf háskólinn út bækling um vísindalegar rannsóknir hans. Hann skrifaði af staðaldri um búnaðarmál í Heimskringlu 1915-16. Flutti fyrirlestra um íslenzkar kókmenntir að fornu og nýju við Californíuháskóla.”