Ágústa Einarsdóttir

Vesturfarar

Ágústa Einarsdóttir fylgdi foreldrum sínum vestur um haf árið 1873 og bjó fyrst um sinn í Milwaukee. Hún var 19 ára árið 1873 þegar vestur var komið en ári síðar, 26. júlí, 1874 skrifar hún bréf til Bjargar Jónsdóttur sem seinna giftist Markúsi Finnboga Bjarnasyni, skólastjóra. Bréfið (vélritað afrit) er skemmtilegt og fróðlegt en það er úr einkasafni:

Ágústa Einarsdóttir Mynd tekin í Milwaukee af Armstrong’s. Einkaeign.

,,Elskulega Björg mín!                                                                                                                                                                                                                                                                                                                             Jeg skammast mín mikið fyrir hvað lengi jeg hef dregið að skrifa þjer en nú ætla jeg að manna mig upp og reyna að láta verða af því, þó jeg hafi engar merkilegar frjettir að skrifa heldur en vant er. Jeg þakka þjer kærlega fyrir þitt langa brjef í vor. Jeg verð nú að týna eitthvað saman að skrifa þjer um landa, fyrst skal frægan telja nfl Jón Ólafsson hann hefur verið að ferðast í allt sumar, hann hefur verið í Chicago og um allar trissur og nú er hann farinn snogga ferð til New York. Sjera Jón og Einar eru hjerna núna í bænum.  Páll Þorláksson er hjerna núna, hann predikaði í einni af norsku kirkjunum fyrra sunnudag og þótti náungunum gott að heyra til hans. Árni Bjarni var hjerna um daginn í besög hann á heima í Michigan. Nú er fjölgað hérna í bænum nfl Sigga frá Hólshúsinu og systir Guðrúnar, þær komu í vikunni sem leið og sögðu þær að ferðin hefði gengið mikið vel, þær hefðu samt skilið eftir tauið sitt í Englandi. Það getur vel skeð að þær fái það aptur en hitt er eins víst að þær sjái það aldrei. Jeg get ekki sagt þér neitt um Steffemsen (hér er átt við Þorvald Stephensen, kaupmann í Reykjavík og fjölskyldu hans sem vestur fór árið 1873 og settist að í Chicago. Innskot JÞ) en jeg hef heyrt að hann mundi koma hingað til Milwaukee með sína familíu. Þú hefðir átt að vera komin hingað 4. Júlí, það halda Ameríkanar fyrir mesta helgi dag í árinu, allir menn hafa frí og þeir eru allan daginnað marsjera og spila á hljóðfæri og skjóta Ragettum og hafa allra handa fyrverkerí.                                                                                                                                                     Nú skal jeg segja þjer hvað skeði daginn eptir sem var sunnudagur þann 5. júlí og fór pabbi og drengirnir og jeg öll í kirkju um morguninn kl. 10 en þegar við komum aptur kl.12 var húsið sem við áttum heima í ljósum loga og skelfilegur manngrúi fyrir utan og margir sprautu vagnar, svo gátu þeir nú skögt en húsið brann allt að ofan. Jeg ætla nú að segja þjer hvernig það var, stórt 3 tasíu hús og bjuggu 8 famelíur í því, við vorum í 3 tasíunni en Thorláksfólkið í annari, engin var heldur heima þar nema kona Þorláks, af okkar fólki var mamma og Borga (Borghildur Guðbrandsdóttir, vinnukona hjá Einari, kaupmanni. Innskot JÞ) heima og höfðu þær nóg að gera að reina að koma dótinu okkar út, en samt brann sumt af því og margt skemdist, við vissum ekki neitt með vissu hvernig eldurinn komst í húsið það kemur ogn opt fyrir að hús brenna hjerna. Við gátum náttúrulega ekki verið þar um nóttina svo vorum við hjá löndum sumir voru hjá Kristrúnu, jeg og systir Páls vorum hjá Kristni, svo fluttum við strags um morguninn eptir og erum þar núna það er líka fjarska stórt 3 tasíu hús því þv´getur því nærri það eru hjerna 14 familíur. Einn af löndum fór núna til Qvebek að taka á móti löndum. Landar sem hjerna eru vilja halda þjóðhátíð, eins og þið heima og eru þeir einlægt að halda fundi um það sumir vilja þetta og sumir hitt, en hvör endirinn verður veit eg ekki. Þú mátt vera viss um að jeg gleymi ekki að senda þjer mynd þú skalt fá hana með seinustu ferðinni. Er Þorleifur og S. gypt? Þú verður nú líkast til farin norður þegar þú færð þetta bréf. Góða gleymdu nú ekki að skrifa mjer þó jeg eigi það nú ekki skilið fyrir þeta ljóta og leiðinlega klór. Berðu hjartans kveðju mína til hjónanna til Siggu og Möngu jeg skrifa henmni næst. Líka til Möngu Páls og í Assesors húsið. Jeg við líka innilega að heilsa Raunku og skrifa henni ef jeg mögulega get með þessari ferð, annars næstu. Foreldrar og systkini mín biðja innilega að heilsa vertu svokært kvödd af þinni elskandi vinstúlku, Augustu Bjarnasen.”