Alda Pálsson

ID: 20610
Born west
Date of birth : 1919

Alda Pálsson Mynd VÍÆ IV

Alda Pálsson fæddist í Winnipeg 21. júlí, 1919.

Ógift og barnlaus.

Alda var dóttir Jónasar Pálssonar, tónlistarmanns og Emily Helgu Baldvinsdóttur, sem bjuggu í New Westminster í British Columbia. Alda fylgdi foreldrum sínum frá Winnipeg, fyrst til Calgary í Alberta, þaðan vestur til Vancouver og loks til New Westminster. Þar fékk hún tilsögn í píanóleik hjá frægum píanóleikara, Lubka Kolessa að nafni. Auk þess kenndi Dr. Arnold Walter henni tónsmíðar. Fljótlega komu miklir hæfileikar hennar í ljós og hlaut hún verðlun og að auki alls fjóra námsstyrki í Royal School of Music í London. Hún hélt tónleika víða, bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Síðari hluta ævinnar var hún yfirmaður tónlistardeild Havergal College í Toronto.