
Bergthor Emil Johnson Mynd VÍÆ I
Bergthor Emil Johnson fæddist í Manitoba 1. ágúst, 1896. Dáinn í Winnipeg 25. febrúar, 1950.
Maki: 19. júlí, 1924 Kristín Rannveig Björnsdóttir fæddist 25. desember, 1896 í Selkirk í Manitoba. Johnson vestra.
Börn: 1. Lilja f. 29. mars, 1929.
Bergthor var sonur Einars Þorkelssonar (Johnson vestra) og Oddfríðar Þuríðar Þórðardóttur, sem fyrst bjuggu í Mikley, svo í Lundarbyggð en enduðu í Winnipeg. Þar var Bergthor kaupmaður árin 1927-1933 og svo bankastarfsmaður 1933-1950.Kristín var dóttir Björns Björnssonar og Margrétar Kristmannsdóttur er vestur fluttu árið 1887 og settust að í Selkirk. Þaðan fór Kristín til Winnipeg árið 1909 og lauk þar prófi frá Success Business College. Vann svo þar hjá The Royal Bank of Canada árin 1913-1924.
