Einar Eiríksson

ID: 14436
Date of birth : 1866
Place of birth : S. Þingeyjarsýsla

Á fjölskyldumyndinni eru talið að aftan; Eiríkur, Sigríður þá Ingibjörg, Einar, Jónína, Aðalsteinn og fremst, Þuríður, Ethel, Friðfinnur og Haraldur

Einar Eiríksson fæddist 27. desember, 1866 í Fjarðarkoti í S. Múlasýslu. Ísfeld vestra.

Maki: 9. mars, 1892 Jónína Friðfinnsdóttir fæddist árið 1874 í S. Þingeyjarsýslu.

Börn: 1. Friðfinnur Þorkell 2. Eiríkur 3. Aðalsteinn 4. Haraldur Svanberg 5. Guðjón Baldvin 6. Einar Viktor 7. Arthur Luther 8. Sigríður Helga 9. Ingibjörg Aðalheiður 10. Þuríður 11. Ethel Jóhanna 12. Anna Hazeldine.

Einar fór vestur árið 1888 til Winnipeg í Manitoba og þaðan í Nýja Ísland. Jónína fór vestur til Ontario í Kanada með sínum foreldrum árið 1883. Þau dvöldu eitt ár í Parry Sound en fluttu svo til Nýja Íslands. Einar og Jónína fluttu úr  Nýja Íslandi árið 1892 og settust að í Argylebyggð. Þar bjuggu þau í tvö ár en fóru þá norður á vesturströnd Manitobavatns og settust að sunnan við Kinosota þar sem þau voru til ársins 1897 en þá fluttu þau á Big Point.