Friðrik Þórðarson fæddist í N. Þingeyjarsýslu 7. maí, 1883.
Maki: 1) 14. júní, 1906 Helga Jónsdóttir f. 10. apríl, 1883, d. 11. september, 1912 2) 1. júlí, 1915 Björg Sigríður Vigfúsdóttir Deildal f. 25. janúar, 1887.
Börn: Með Helgu 1. Jón Friðrik f. 17. febrúar, 1907 2. Stefanía f. 27. febrúar, 1908 3. Laura Michaelina f. 17. maí, 1908 4. Magnús Theodór f. 30. júní, 1911.
Friðrik var sonur Þórðar Guðjohnsen, verslunarstjóra á Húsavík og Helgu Friðriku Vigfúsdóttur frá Ytri-Tungu á Tjörnesi. Hann var tíu daga gamall þegar hann var tekinn í fóstur af séra Jóni Bjarnasyni og Láru Guðjohnsen. Með þeim fór Þórður vestur til Winnipeg árið 1884. Hann bjó alla tíð í Winnipeg, vann verslunarstörf og seldi seinna líftryggingar. Helga var dóttir Jóns Magnússonar og Stefaníu Jónsdóttur í Argyle í Manitoba. Foreldrar Bjargar voru Vigfús Sveinsson og Rósa Jónsdóttir sem fyrst bjuggu í Glenboro í Manitoba, svo í Prince Albert í Saskatchewan og loks Winnipeg.
