Guðjón Jónsson

ID: 1466
Date of birth : 1874
Place of birth : Rangárvallasýsla
Date of death : 1954

Guðjón Jónsson og Snjólaug Tryggvadóttir Mynd A Century Unfolds

Guðjón Jónsson: Fæddur í Rangárvallasýslu árið 1874. Dáinn í Víðirbyggð árið 1954. Skráður Björnsson vestra.

Maki: 1) Marian Louise Haule, franskrar ættar, d. fyrir 1900 2) 30. desember 1917 Snjólaug Tryggvadóttir fædd 1889 í N. Dakota, d. 31. desember, 1961.

Börn: 1. Jón, d. ungbarn 2. Jón Tryggvi 3. Ingi Hólmfred 4. Sólrún, d. 5 ára 5. María 6. Egill 7. Sesselja (Sella) 8. Rannveig.

Guðjón fór vestur árið 1886 með foreldrum sínum, Jóni Björnssyni og Sólrúnu Jónsdóttur og systkinum. Þau settust að í N. Dakota og bjuggu þar til ársins 1901. Guðjón var þeim samferða það ár norður í Framnesbyggð en hann settist svo að í Víðir- og Sandhæðabyggð.