
Guðmundur Bjarnason og Eyjólfína Eyjólfsdóttir Mynd SÁG
Guðmundur Bjarnason fæddist 12. mars, 1847 í N. Múlasýslu. Dáinn í Lundarbyggð 7. mars, 1921.
Maki: Guðrún Eyjólfína Eyjólfsdóttir f. 6. september, 1856 í S. Múlasýslu, d. 12. maí, 1931 í Lundarbyggð.
Börn: 1. Stefán Ágúst f. 10. ágúst, 1886 í Winnipeg, d. 18. nóvember, 1922 2. Ingveldur f. 26. september, 1888 í Winnipeg, d. 4. apríl, 1913 3. Eyjólfur f. 14. febrúar, 1891 4. Þóra (Thora) f. 1894 5. Kristján f. 29. mars, 1896 6. Jón Helgi f. 29. september, 1898 7. Björgmann 13. desember, 1900.
Guðmundur og systurnar, Guðrún Eyjólfína og Stefanía Eyjólfsdætur voru samferða vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1882. Þar gengu þau Guðmundur og Eyjólfína í hjónaband og bjuggu í borginni til ársins 1900. Þá fluttu þau í Mary Hill í Lundarbyggð og hófu búskap.
