Guðmundur Guðmundsson

ID: 6278
Date of birth : 1877
Place of birth : Húnavatnssýsla

Guðmundur Guðmundsson og Magnússína Pálsdóttir Mynd RbQ

Guðmundur Guðmundsson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1877.

Maki: Magnússína Sigurrós Pálsdóttir fædd vestanhafs.

Börn: 1. Olga 2. Esther 3. Leo 4. Guðmundur Allan 5. Páll (Paul) 6. Ted 7. Gerry

Guðmundur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 með móður sinni, Halldóru Þórðardóttur og systrum. Halldóra dó ári síðar og fór Guðmundur þá til Tryggva Friðrikssonar, landnámsmanns í Argylebyggð. Hann fór með fjölskyldu Tryggva norður í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906. Guðmundur nam land í Wynyardbyggðinni en seldi það seinna og flutti í Wynyard þorp. Magnúsína var dóttir Páls Jónssonar og Snjólaugar Jóhannsdóttur, sem bjuggu í Kandahar í Vatnabyggð.