Guðmundur Guðmundsson

ID: 7791
Date of birth : 1867
Date of death : 1941

Guðmundur Guðmundsson Mynd VÍÆ II

Guðmundur Guðmundsson fæddist í Skagafjarðarsýslu 4. október, 1867. Dáinn 25. september, 1941 í N.Dakota.

Maki: 1) 1890 Sigurlaug Sveinbjarnardóttir f. í Skagafjarðarsýslu árið 1870, d. 1895 2) 1. júlí, 1899 Guðrún Jónsdóttir f. í S. Þingeyjarsýslu 19. maí, 1880.

Börn: Með Sigurlaugu: 1. Sveinbjörn f. 13. september, 1890 2. Guðmundur f. 1. janúar, 1892 3. Torfi f. 6. febrúar, 1893. Með Guðrúnu: 1. Sigurlaug f. 27. janúar, 1900 2. Jónína f. 2. júní, 1901 3. Conrad f. 27. maí, 1903 4. Sigríður f. !8. janúar, 1905 5. Þórarinn f. 24. febrúar, 1907 6. Valtýr f. 5. febrúar, 1910 7. Erling f. 17. júní, 1911 8. Lawrence f. 18. mars, 1913 9. Sofia f. 16. september, 1914 10. Guðmundur f. 22. október, 1916 11. Kristinn Finnbogi f. 4. janúar, 1920.

Guðmundur var sonur Guðmundar Jóhannessonar og Sigríðar Aradóttur sem vestur fluttu árið 1876 og settust að í Nýja Íslandi. Árið 1880 fóru þau suður til N. Dakota og námu land nærri Mountain.  Foreldrar  Sigurlaugar voru Sveinbjörn Jóhannesson og Þorbjörg Eiríksdóttir sem sömuleiðis fluttu vestur árið 1876. Guðrún var dóttir Jóns Þórarinssonar d. á Íslandi 25. apríl, 1891 og Þuríðar Sveinsdóttur. Þuríður flutti vestur með börn sín sama ár og fór til Þórvarar systur sinnar í Long Pine í Nebraska. Þaðan lá leið hennar til N. Dakota árið 1896 og þar kynntust Guðmundur og Guðrún. Þau voru bændur nálægt Mountain.