Guðmundur Guðmundsson

ID: 15100
Date of birth : 1862
Place of birth : Kjósarsýsla
Date of death : 1891

Guðmundur Guðmundsson fæddist 26. nóvember, 1862 í Kjósarsýslu. Dáinn  9. maí, 1891

Maki: 1887 Þóra Gísladóttir f. 1859 í Kjósarsýslu.

Barn: Gróa Guðmundína

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og bjuggu þar fyrst um sinn. Ári seinna námu þau land í Þingvallabyggð í Saskatchewan og settust þar að. Þegar Guðmundur féll frá réðst Þorkell, tvíburabróðir Þóru til hennar sem vinnumaður en hafði farið vestur árið 1886. Hann var hjá henni í eitt ár en þá leysti Jón Sveinsson hann af hólmi, seinna kvæntist hann Þóru og fluttu þau til Alberta í Kanada og settust að nærri Markerville.