Helga Pálsson

ID: 20609
Born west
Date of birth : 1906
Date of death : 1949

Helga Pálsson fæddist í Toronto í Ontario 1. nóvember, 1906. Dáin 21. janúar, 1949. Tighe vestra.

Maki 1. Skarphéðinn Kjartan Gunnarsson Tighe f. 2. nóvember, 1902, d. 13. ágúst, 1945. 2. 1946 Arnold Fredin.

Börn: Öll með fyrra manni: 1) Barbara Helga f. í Vancouver, 29. júní, 1926 2. Stearne Skarphéðinn f. 23. júlí, 1927 3. Brian Baldvin f. 9. júní,  1929.

Helga var dóttir Jónasar Pálssonar, tónlistarmanns og Emily Helgu Baldvinsdóttur. Helga fékk í vöggugjöf ríka tónlistar-hæfileika, sem hún nýtti alla ævi. Í VÍÆ IV bls. 223 er eftirfarandi skrifað:,,Hún var kunn fyrir tónlistarhæfileika sína og hafði unnið margvísleg verðlaun á því sviði, meðal annars heiðurspening úr gulli og námsstyrk á Toronto sýningunni 1922.” Líkt og faðir hennar var hún tónlistarkennari. Skarphéðinn var sonur Gunnars Friðrikssonar og Guðrúnar Helgu Grímsson. Hann var alinn upp hjá Björgu Jörundsdóttur, móðursystur sinni og hennar manni Stearne Tige og tók föðurnafn þeirra.