ID: 20261
Born west
Date of birth : 1908
Date of death : 1990

Henry Hibbert og Hildur Sigríður Mynd StBTM
Henry Hibbert fæddist 6. nóvember, 1908 í Brownbyggð í Manitoba, nærri Morden. Dáinn í Arborg 19. október, 1990.
Maki: 1934 Hildur Sigríður Sigurðardóttir f. 30. nóvember, 1916.
Börn: 1. George f. 3. júní, 1934.
Henry var sonur Arthurs Hibbert og Gróu Jónatansdóttur sem fluttu árið 1912, norður í Sylvan byggðina norður af Arborg. Hildur var dóttir Sigurðar Finnssonar og Hildar Jónínu Sigfúsdóttur. Henry og Hildur bjuggu í Sylvan í 32 ár. Henry tók virkan þátt í samfélagsmálum og lét margt gott af sér leiða, m.a. vann hann ötullega að aðbúnaði eldri borgara og vann að byggingu félagsheimili þeirra.