-
Margrét, Ingimundur og Valgerður standa, Helga og Einar sitja Mynd Laugardalsætt
Ingimundur Erlendsson fæddist 12. ágúst, 1855 í Árnessýslu. Dáinn 13. janúar, 1938 í Steep Rock í Manitoba. Maki: 25. júní, 1887 Valgerður Einarsdóttir f. 25. desember, 1855 í Rangárvallasýslu, d. 1945 í Winnipeg.
Börn: 1. Margrét f. 5. júlí, 1890 2. Einar f. um 1894 3. Helga f. 6. febrúar, 1898.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Settust að í Sandy Bay vestan við Manitobavatn. Fluttu þaðan árið 1900 norður á tanga er kallast Bluff og bjuggu þar.
Ingimundur Erlendsson
ID: 1051
Date of birth : 1855
Place of birth : Árnessýsla
Date of death : 1938